Hann segir ,,komdu yfir”
Eins og þú sért einhvers virði
Ferð því þig langar ekki að líða
Eins og þú sért ein
En þú ert ein
Þú grætur þig í svefn
Spyrð af hverju þeir særa mest
Sem þú elskar mest
Svarið það er einfalt
Það er satt og það er verst
Þú vilt staðfestinguna
Þú vilt trúa að einhver þrái þig
Að þú sért einhvers virði
Því að óöryggið gleypir þig
Óttinn yfirtekur þig
Svo þú spilar með
Lætur eins og þér sé sama
Byggir upp brotið sjálfstraust á skoðunum annarra
Gríman hún er þykk en skrápurinn til ama
Vonar að einn daginn
Muni hann átta sig
Að hann vilji ekki missa þig
Að hann vilji bara þig
Þig eftir þig eftir þig
Þú grætur þig í svefn
Spyrð af hverju þeir særa mest
Sem þú elskar mest
Svarið það er einfalt
Það er satt og það er verst
Þú vilt staðfestinguna
Þú vilt trúa að einhver þrái þig
Að þú sért einhvers virði
Því að óöryggið gleypir þig
Óttinn yfirtekur þig
(2x)
Vonar að einn daginn
Muni hann átta sig
Að hann vilji ekki missa þig
Að hann vilji bara þig
Þig eftir þig eftir þig eftir þig
Þig eftir...
Þú vilt staðfestinguna
Þú vilt trúa að einhver þrái þig
Að þú sért einhvers virði
Því að óöryggið gleypir þig
Óttinn yfirtekur þig
(Þig eftir þig eftir þig)
(2x)