[Hook: Smjörvi]
Ég er í smá útúrdúr
Ég vil dansa en ég finn engin moves
Ég þarf ekki að meiða mig, þótt að stjörnur falli á mig
Stjörnuhrap á jörðina, senda hjarta og kossa
Ég þarf ekki að meiða mig, þótt að stjörnur falli á mig
[Verse 1: JóiPé]
Stari út í stjörnurnar
Ligg á grænum, mjúkum mosa
Hugsunin bara um þig lætur varir mínar brosa
Dimmar nætur ég hugsa of mikið
Rykaður dans ég dusta af mér rykið
Dönsum í takt við tímann okkar
Bíðum svo spennt þetta er sagan okkar
Lífið er núna, við erum núna
Allt of mikið sem við eigum eftir að upplifa
Lífið er núna, við erum núna
Skrifum okkar sögu sem er bara rétt að byrja
Og sama hvað ég frétti sagan verður bara betri
Sama hvert við förum spennum bara á okkur beltin
Langar að veita þér hlýju í gegnum árin
Ylja á þér sárin og þurka burtu tárin
[Hook: Smjörvi]
Ég er í smá útúrdúr
Ég vil dansa en ég finn engin moves
Ég þarf ekki að meiða mig, þótt að stjörnur falli á mig
Stjörnuhrap á jörðina, senda hjarta og kossa
Ég þarf ekki að meiða mig, þótt að stjörnur falli á mig