JóiPé x Króli
Þriggja Rétta
[Verse 1 - Herra Hnetusmjör]
Herra Hnetusmjör, segðu mér hvað er að frétta, Gang!
Flottur, ferskur, góður, var að koma úr Þriggja rétta mane
Frábær, nettur, kvarta ekki, lífið leikur "semi" við mig
Nýlentur að utan var og fékk mér allt það sem ég vildi
Tók áhættur sem þeir þorðu ekki
Þessi sólgleraugu, þau kosta svo mikið
Ég kasta kveðju á þetta volæði
Fyrirtækjakortið baby, 100 fyrir bolinn minn
200 fyrir jakkann, 100 meira fyrir tennurnar
Og legg inn 100 inn á mömmu án þess að hún nefni það
Við mætum enþá fyrir enþá meira ef við nennum marh
Og allir þessi gaurar rappa um pening en við græðum hann

[Chorus]
Finnur mig á toppnum, mikill kuldi það er ískallt
Show númer tvö bara í kvöld, rukka tvöfallt
Vilja vera með, halda bara áfram gelta
Gengur frekar vel, spurðu mig hvað er að frétta

[Verse 1 - Króli]
Býður mér sopa gaur, Nei hvað er í þessu
Ættuð að vita nú þegar ég er ekki í þessu
Man fyrir ári þegar að þið hlóguð eins og hýenur
En sjáðu hvar ég stend í dag, ég vissi að ég myndi sýna ykkur
Fylgi ekki vegi sem að er búið að malbika
Byrjaði í þessu fyrir "fun" en ekki til að sannfæra
Með allt of háan kvíða og með allt of háa standarda
Kasta kveðju á þig því að ég nenni ekki að spjalla marh
Ekki langt síðan gamlir vinir heyrðu í mér aftur
Vildu spjalla, hittast, snappa mynd og rifja allt upp aftur
Ef ég man, varst ekki mikill fan þegar ég byrjaði
Svo ekki einu sinni eyða tíma í að spyrja mig
[Chorus]
Finnur mig á toppnum, mikill kuldi það er ískallt
Show númer tvö bara í kvöld, rukka tvöfallt
Vilja vera með, halda bara áfram gelta
Gengur frekar vel, spurðu mig hvað er að frétta