JóiPé x Króli
Sá hana fyrst - Gula Kaffihúsið, Reykjavík 2016
Flottur hundur
Hvað er etta labrador eða terrier?
Bíddu, er hann að blikka mig?
Nei, hvað er ég eiginlega gamall í hunda árum?
Er það ekki sinnum 7? 140 ára
Vá hvað það er mikið
Ef ég færi ég núna til dýralæknis
Myndi hann bara láta svæfa mig?
Vegna'ess að ég er ógeðslega gamall í hunda árum
Og hann heldur bara að mér líður geggja illa útaf því
Og er það kannski bara að gerast við hunda, ræt ná?
Vá hvað þa-
Hey! Falleg stelpa!
Hvað ætli hún sé gömul í hunda árum?
Vá hvað þetta er steikt pæling
Ætli að það sé tilviljun að við erum bæði ein
Einmitt hérna, einmitt núna
Mig langar að segja hæ við hana
Það væri mjög vandræðalegt ef hún væri ekkert ein
Og væri bara að bíða eftir einhverjum
Og svo kemur bara einhver ég
En hey það deyr enginn ef ég segi hæ við hana
Reyndar deyr enginn heldur ef ég segi það ekki
Nema kannski ég
Kannski dey ég bara á morgun
Og sé hana bara aldrei aftur
Eða hún mig
Eða skilurðu
Ég er náttúrlega dauður, sé ekki neitt
Segjum bara að ég fari upp að henni núna
Segi hæ
Kannski gengur það vel
Bíð henni á deit
Kannski gengur það líka vel
Svo 10 árum seinna
Komin með íbúð í Breiðholti
3 hógvær börn
Svo á endanum förum við á eftirlaun
Ferðast um heiminn
Spila golf
Gamalt fólk spilar golf
Eða eitthvað
Hljómar alveg næs
Neeii
Sjálfsagt fengi ég leið á henni
Eða hún á mér
Ææ fuck it
Hæ!
Hæ!