Daði Freyr
Hvernig Væri Það?
[Vísa 1]
Það væri næs
Ef það væri alltaf sumar
Og Pokémon væri til (Squirtle Squirtle)
Það væri næs
Ef að gæludýrin okkar
Töluðu sama mál og við (halló Kisi)

[For-viðlag 1]
Það er margt sem ekki er hægt að breyta (breyta)
En það á samt ekki við um allt (nei, nei, nei, nei)

[Viðlag]
Kaupum minna drasl
Notum minna plast
Verum góð við hvort annað
Hvernig væri það?
Pössum jörðina
Friður allstaðar
Hvernig væri það?

[Vísa 2]
Það væri næs
Að fá að ráða öllu
Að geta flogið og galdrað smá
Það væri næs
Að gera allt sem mann langar
Fá allt sem maður vill fá
[For-viðlag 2]
Það er margt sem ekki er hægt að breyta (b-b-b-b-breyta)
Saman getum við samt gert svo margt (jebb jebb, jebb jebb)

[Brú]
Við getum brosað meira hlustað meira á börn
Plantað fleiri trjám og snúið sókn í vörn
Við getum elskað meira (2x)
Það væri næs

[Viðlag] (2x)
Kaupum minna drasl
Notum minna plast
Verum góð við hvort annað
Hvernig væri það?
Pössum jörðina
Friður allstaðar
Hvernig væri það?