Hatari
Helvíti
SVARTI LAXNESS:
Þegar sólin hefur sundið og dökkvot er grundin
Hverfandi stundin, ég er týndur og fundinn
Djöflinum bundinn, ég er snúinn á lundinn
Um stund ég fer á fund við þríhöfða hundinn
Skjálfandi sjálfið síhrædda sálin
Fingurnir gæla við blákalda stálið
Brennandi bálið aftrar minni för
Sól tekur að sortna, hjartslátturinn ör

Kveljandi kvöð ýtir mér áfram
Gangandi þangað til gamanið kárnar
Þríhöfða viðrinið blasir við þarna
Sýn þessi skelfir mig djúpt inn að kjarna
Sársauki gerir mér ókleift að standa
Liggjandi hérna án fóta og handa
Margt er um manninn hér, einn meðal margra
Allir þjást, (?) sálu að farga

En hey, þetta er bara tilvist mín
Ég er dæmdur til að dúsa í Helvíti
Og ég veit vel að tilhugsunin skelfir þig
Eins og dusilmennið sem ætlar að snerta þig
Hérna færðu grjót að borða, ekkert meðlæti
Sódóma, Gómorra, orgíur og ofbeldi
Hér á bæ ríkir eilíft einræði
En hvað hélstu, tík, þú ert í Helvíti
Þar sem hitinn er mestur í sjöunda hring
Syrgi ég sárt þá sem lifa í synd
(sæsólin?) hvert einasta sinn
Sótsvartur skuggi þó svertir þá minnst
Syndandi í sífellu, læstur í kapellu
Slægur í atferlum, meistari í fjölmiðlum
Deilandi boðskapnum, blandandi staðreyndum
Lygar uppsoðnar af svikurum margreyndum

Eilífri afeitrun, eldur í þakinu
Sprengjan þá springur, þú liggur í brakinu
Farinn í bakinu, sífellda standpínu
Hugur þinn fullur af ókunnum andlitum
Sorgin er svo mikil, söknuður tærir þig
Minningar æra þig, sársaukinn nærir þig
Og þú heldur að þú eigir ennþá von
Fæddist fallinn eins og vananda son (eins og vananda son)

En nei, þetta er bara tilvíst mín
Ég er dæmdur til að dúsa í Helvíti
Og ég veit vel að tilhugsunin skelfir þig
Eins og dusilmennið sem ætlar að snerta þig
Hérna færðu grjót að borða, ekkert meðlæti
Sódóma, Gómorra, orgíur og ofbeldi
Hér á bæ ríkir eilíft einræði
En hvað hélstu, tík, þú ert í Helvíti
Svo velkomin til Helvítis
Velkomin til Helvítis
Velkomin til Helvítis
Velkomin til Helvítis

Ég segi velkomin til Helvítis
Velkomin til Helvítis
Velkomin til Helvítis
Velkomin til Helvítis

Velkomin til Helvítis (x5)