GDRN
Trúðu mér
Ef ég gæti
Tekið allt aftur sem ég sagði
Til að særa þig
Ef ég gæti
Pásað í smá og orðið betri en ég er
Trúðu mér ég myndi gera

Það

Hvað ef ég er
Ekki tilbúin í hvað sem er?
Hvað ef ég er
Bara mannleg?
Getum við horft
Fram á veg
Framhjá öllu því
Sem ég ekki er?

Ef ég gæti fundið mína leið
Myndir þú þá vilja
Leiða mig aftur heim?

Trúðu mér ég myndi gera
Það