Ingó Veðurguð
Gestalistinn 2.0
Ég er að spila í kvöld í keiluhöllinni
Kostar ekkert inn en samt er gestalisti
Mæta kannski menn sem allir kannast við
En kannski mætir engin nema Veðurguðirnir
En Sigmundur Davíð kemur fyrstur
Gunnar Bragi aðeins þyrstur
Svo koma Jói Pé og Króli
Gísli Marteinn mætir á hjóli
Ég fæ mér ekki einn af því ég keyri
Tryggvi Guðmunds fær sér fleiri
Steindi Jr. verður léttur
Sveppi Krull með nokkrar rettur
Hildur Lilliendahl er á lista
Því við elskum feminista
Bára Halldórs mun svo hlera
Hún þarf að hafa eitthvað að gera
Ég er að spila í kvöld í keiluhöllinni
Kostar ekkert inn en samt er gestalisti
Mæta kannski menn sem allir kannast við
En kannski mætir engin nema Veðurguðirnir
Og þó það komi ekki kjaftur
Mætir Eiður Smári aftur
Svo kemur líkamsvirðingar-Tara
Og hún fær sér hamborgara
Instagram stjarna kemur og veitir
Það veit enginn hvað hún heitir
Anníe Mist á faraldsfæti
Freyja Haralds með hörkulæti
Beggi, Pacas, Friðrik Ómar
Og einhverjir 4 aðrir rjómar
Bjartmar Guðlaugs, Auddi Blö
Gunni Nels og Siggi Hlö
Upp við sviðið fullt af peyjum
Og einhver fyllibytta úr eyjum
Þetta er gestalistinn, Þetta er gestalistinn
Þetta er gestalistinn, Þetta er gestalistinn
Og Gylfi Ægis er upp við sviðið
Að stoppa útlendingaliðið
Ég bauð Erpi
Ég held hann hafi nefnt
Uppáhalds rapparann minn hann Bent
Sölvi Tryggva dottinn í það
Og orðinn alveg laus við kvíða
Baltasar Kormákur og Frikki Dór og Jón Jónsson að chugga bjór
Og alveg mökkaður þorgrímur þráins
Og Hemmi Gunn, því hann er ekki dáinn
Ofurölvi fylliraftur passar að það skemmti sér ekki kjaftur
Og ég verð aldrei ráðinn aftur