Bubbi Morthens
Kveðja
[Verse 1]
Þar sem englarnir syngja sefur þú
Sefur í djúpinu væra
Við hin sem lifum, lifum í trú
Að ljósið bjarta skæra
Veki þig með sól að morgni
Veki þig með sól að morgni

[Verse 2]
Drottinn minn faðir lífsins ljóss
Lát náð þína skína svo blíða
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós
Tak burt minn myrka kvíða
Þú vekur hann með sól að morgni
Þú vekur hann með sól að morgni

[Verse 3]
Faðir minn láttu lífsins sól
Lýsa upp sorgmætt hjarta
Hjá þér ég finn frið og skjól
Láttu svo ljósið þitt bjarta
Vekja hann með sól að morgni
Vekja hann með sól að morgni

[Verse 4]
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
Svala líknarhönd
Og slökk þú hjartans harmabál
Slít sundur dauðans bönd
Svo vaknar hann með sól að morgni
Svo vaknar hann með sól að morgni
[Verse 5]
Farðu í friði vinur minn kær
Faðirinn mun þig geyma
Um aldur og ævi þú verður mér nær
Aldrei ég skal þér gleyma
Svo vöknum við með sól að morgni
Svo vöknum við með sól að morgni

Svo vöknum við með sól að morgni
Svo vöknum við með sól að morgni