[Verse 1: Mælginn]
Ég og þú engin önnur nema við tvö
Ég sé enga aðra hjá mér þegar þú ert viðstödd
Liggur hjá mér ofan á mér, aldrei kylliflöt
Rúmfötin á gólfinu því þú hefur rétt viðbrögð
Allt sem við gerum við erum á sama
Plani því við erum að plana það sama
Allt sem að þau efast, efast að þau hafa
Eitthvað sem að gerir aðra græna í framan
Frá toppi til tá ekki flík þér á
Frík innra frá þú vilt fríka út smá
Tekur öll völdin þá tekurðu á
Læða sem rífur sem fann sér nú bráð
[Chorus: Emmsjé Gauti & Mælginn]
Hverju er ég að leita að? Kannski þér
Og af hverju er ég að leita? Segðu mér
Þú gerir mig vitlausan
[Verse 2: Emmsjé Gauti]
Þegar ég hitti þig fyrst, úff þú gerðir mig vitlausan
Hvern er ég að blekkja, ég var vitlausari fyrir það
Ömurlegur með tölur en ég fór að reikna eins og ég meina það
Útkoman er einföld, ég plús þú, þú gerir mig heilsteyptan
Allt of margar konur stoppað stutt, þegar ég var veikburða
Ég er kannski ekki orðinn alveg heill í hausnum en ég er að reyna það
Og ég meina það já ég meina það
Vona að þú stoppir að eilífu, að þú verðir mín seinasta
Ef þú cashar ekki út á réttum tíma þá fer leikurinn að byrja að leika á mann
Rómantíkin átti erfitt með sig þegar karakterinn datt í leikarann
En núna er ég á fínum stað, ég vil enda á því að segja það
Að ég elska þig, já ég elska þig
Elskan ég meina það
[Chorus: Emmsjé Gauti & Mælginn]
Hverju er ég að leita að? Kannski þér
Og af hverju er ég að leita? Segðu mér
Þú gerir mig vitlausan