Emmsjé Gauti
Korter
[Verse 1: Emmsjé Gauti]
Ég heilsa móðukenndum brosum á knæpunni í kvöld og hún er korter í tólf
Ég er ennþá nokkrum glösum frá hugrekki, ég held ég panti nokkuð mörg í viðbót
Ég undrast yfir eigin úthaldi, ég…
Ég stari í spegilinn, hvenær fæ ég leið?
Á tímapunkti gefur líkaminn undan
Þá leita ég í annað skinn á leiðinni heim
Ég heilsa götusóparanum á röltinu heim því að hún er korter í fimm
Ég nenni ekki að standa í kulda í röðinni svo það er sirka svona korter í mig
Ég nenni ekki þessu drama og kjaftæði sem að við erum vön
Ég nenni ekki að standa í kulda í röðinni svo það er sirka svona korter í mig

[Chorus: Steingrímur Teague]
Það er kominn tími til, já það er tími
Bara ég er orðinn við, já það var tími
Ég á tíma fyrir þig og já ég tími
Það var kominn tími til, já kominn tími
Það er kominn tími til, já kominn tími
Bara ég er orðinn við, já kominn tími
Ég á tíma fyrir þig, kominn tími
Það var kominn tími til, já kominn tími

[Verse 2: Emmsjé Gauti]
Ég vakna sem betur fer í eigin húsi og tek mig til já hún er korter í tvö
Þetta gærkvöld skildi ekki eftir mikið en ég man að við vorum hérna tvö
Veit að þú ert komin með leið
Leið á því að vera alltaf ein
Svo taktu upp tólið
Hringdu í mig
Þú veist ég er á sama stað
En þori ekki að segja það beint
Ég vakna loksins en ég lít ekki á klukkuna því að
Tíminn skiptir mig engu máli
Þú ert hér og ég líka
Það er sirka svona korter í mig
Eyðum saman eilífðinni
Því ég vil bara þig, bara þig;
[Chorus: Steingrímur Teague]
Það er kominn tími til, já það er tími
Bara ég er orðinn við, já það var tími
Ég á tíma fyrir þig og já ég tími
Það var kominn tími til, já kominn tími
Það er kominn tími til, já kominn tími
Bara ég er orðinn við, já kominn tími
Ég á tíma fyrir þig, kominn tími
Það var kominn tími til, já kominn tími