Emmsjé Gauti
SJÓNSKERTUR
Þungt þú ferðast um, þó nettur
Þú ert ekki siðblindur bara sjónskertur
Starðu í spegilinn, djúpt í gamlan draum, flón ertu
Ég svara sjálfum mér í annarri tóntegund
Hentu mér út ég rata heim
Ég var sautján ára að skapa heim
Gatan hún var nú aldrei greið
Nei gatan lá bara alls ekki neitt
En ég hélt áfram að ganga
Skokka og lokum að spretta
Hugsaði um eigið rassgat þegar jörðin byrjaði að detta
Veröldin hún er köld úr fjarska sást að hún myndi étann
Veröldin hún er köld úr fjarska sást að hún myndi fellann
Mér þykir bara allt of fokkin vænt um þig bróðir
Væntumþykjan er þó erfið þegar þú slærð mig á móti
Ég veit að veröldin er dimm en plís náðu í birtu
Því ég hata að fara í jakkaföt hata að fara í kirkju

Ég ætla að lifa
Og ég skal sleppa því að segja þér
Hvernig þú átt að lifa
Já en þú átt að lifa
Ég ætla að lifa
Og ég skal sleppa því að segja þér
Hvernig þú átt að lifa
Já en þú átt að lifa
Ég hringdi bara til að tékka á þér
Hvernig ertu еlsku kallinn
Allt of fokkin margir sem ég þekkti eru farnir
En það sеm hittir harðast
Er fólkið sem þú hélst að færi aldrei
Hvíldu friði elsku Margeir
Myrkrið getur hrætt mann
En ekki vera skelkaður
Sorgin verður aldrei venjuleg
En hún venst á endanum
Þori ekki að blikka, vil ekki missa af neinu
Ég er með hanskahólfið í bílnum troðfullt af minningargreinum
Ég hef svo margt að segja við þig
En ég veit það er of seint
Ég er með saltbragð í munnvikunum
Því ég sakna þín svo heitt
Þegar þú brunar út í nóttina
Viltu fara hægt af stað þegar lífið er of fallegt
Þá líður tíminn allt of hratt

En ég ætla að lifa
Já og ég skal sleppa því að segja þér
Hvernig þú átt að lifa
Já en þú átt að lifa
Ég ætla að lifa
Já og ég skal sleppa því að segja þér
Hvernig þú átt að lifa
Já en þú átt að lifa
Ég ætla að lifa
Já og ég skal sleppa því að segja þér
Hvernig þú átt að lifa
Já en þú átt að lifa
Og ég ætla að lifa
Já og ég skal sleppa því að segja þér
Hvernig þú átt að lifa
Já en þú átt að lifa