LazyTown
Leikfimitími
Jæja krakkar, náið ykkur í stól og komið honum vel fyrir
Þetta er enginn venjulegur stóll, því þessi stóll á að vera bíll
Og enginn smá bíll, þetta er flottasti bíllinn í bænum!

Við ætlum að fara með þennan bíl upp á fjöllin þar sem við ætlum á skíði
Og ekki bara á skíði, heldur að taka þátt í skíðamóti!

Byrjum á því að setja lyklana í bílinn og setjast inn í fína bílinn okkar og skella hurðinni
Nei, hvað, hann lokast ekki alveg, skella aftur. Setja á okkur öryggisbeltið
Það er nauðsynlegt að vera alltaf með öryggisbelti
Og setja síðan í gang
Nú? Og aftur. Nú, af hverju fer hann ekki í gang? Og aftur!
Jahá, auðvitað fer fíni bíllinn okkar í gang
Skipta um gír og leggja í hann

Og flauta. Vei-veifa öllum heima, passa að keyra ekki á samt!
Úff, þarna munaði nú nánast engu. Og bеygja, hérna kemur stór beygja núna
Vá, tsjúufff þetta еr svo fínn bíll. Og aftur beygja! Úff, og keyra já

Heyrðu, það er ein hurðin er ennþá opin!
Og skella aftur. Ég vona að hún haldist lokuð. Og, Hvað er á veginum, flauta!
Ha, hva-hvað er þetta? Er þetta hundur? Nei, nei eða köttur? Hva-hvað ætla þetta hafi verið?
Jæja, komin framhjá. Þarna er eitthvað á veginum, og bremsa! Vá, hvað er þetta eiginlega?

Taka af sér öryggisbeltið, opna hurðina og skella
Hvað, það er svo kalt hérna úti, úff. Reyna að slá sér til hita aðeins, úff
Hvað er þetta hérna? Nei, þetta er stærsti snjóskafl sem ég hef nokkurn tíma séð!
Við komumst nú yfir þennan snjóskafl samt á bílnum
Best að drífa sig bara aftur inn í bíl og að keyra yfir þetta
Skella hurðinni, setja á sig öryggisbeltið og setja hann í gang
Nei, hva, hvað er í gangi? Hva? Hvað er að? Hann er nú bara eitthvað bilaður!
Taka af sér öryggisbeltið, opna hurðina og skella
Aftur þessi kuldi, reyni að opna húddið. Kíkja ofan í, já
Hvað ætli það gæti þetta verið... Hvað gæti þetta verið
Ég held að þetta sé frekar undir honum, skríða bara undir bílinn

Eru allir komnir undir? Nei, hérna er nú laus skrúfa sé ég
Og skrúfa. Og hérna er önnur. Heyrðu, hérna er líka önnur skrúfa
Hér þarf nú að gera meira en að skrúfa, taka hamarinn og slá í þetta
Og hinum megin. Nú verður þetta að lagast ef maður lemur tvö högg í viðbót
Nú ætti hann að vera kominn í lag! Skríða undan bílnum
Opna hurðina, skella, setja á sig öryggisbeltið, og setja hann í gang

Hmm, ha, aftur. Hann fer bara ekki í gang, aftur. Hvað eigum við nú að gera?
Nú erum við í vandræðum. Nei, það er nú stutt í næsta bóndabæ!
Af hverju göngum við ekki bara þangað, og látum bóndann hjálpa okkur?
Losa beltið, opna hurðina, og skella og ganga af stað
Upp brekkuna, yfir allt túnið og upp að bóndabænum
Jæja, berjum að dyrum. Vonandi er einhver heima

Góðan dag
Góðan dag, hvað get ég gert fyrir þig?
Jú, þú getur aðstoðað mig. Mig vantar svo farartæki til að komast á skíðamót
Ég á nóg af farartækjum. En þau eru öll lifandi
Lifandi? Hvað meinarðu með því?
Hefurðu aldrei setið hest, drengur?
Jú jú, ég þigg nú hestinn
Já, hann er þarna úti í hesthúsi, sæktu hann bara sjálfur
Þakka þér innilega fyrir!
Krakkar! Drífið þið ykkur og náið þið í kúst á meðan ég fer og sæki hestinn í hesthúsið!
Nú ættu allir að vera tilbúnir og komnir á bak
Þessi hestur fer aldeilis hratt! Hann getur meira að segja prjónað!
Úff, það er eins gott að detta ekki af baki!
Heyrðu, þarna sé ég skíðabrekkuna, við megum ekki missa af skíðamótinu
Við ætlum jú að keppa
Við erum komin. Já, takk Skáni

Jæja, þá er best að teygja aðeins úr okkur og gera pínulitla leikfimi áður en við förum á skíðin
Byrjum bara á því að ganga á staðnum
Og svo, beygja sig í hnjánum og rétta úr sér

Einu sinni einn!
Beygja, rétta
Beygja, rétta
Beygja og rétta
Beygja og rétta

Út með hendur
Upp með hendur
Niður með hendur
Og einu sinni enn!

Upp með hendur
Út með hendur
Niður með hendur
Og klapp klapp klapp
Eitt skref til vinstri
Eitt skref til hægri, hraðar!
Vinstri, hægri, vinstri, hægri
Teygja úr sér og hvíla sig aðeins

Jæja, nú ættu allir að vera tilbúnir að keppa á skíðamótinu
Búin að festa skíðin, við erum efst í brekkunni, og nú er bara að renna sér af stað!

Og byrjum á því að beygja okkur í hnjánum. Og taka eina beygju
Og svo eina beygju í viðbót, og passa sig, passa að detta ekki. Og svo beint áfram
Og þarna er stökkpallur framundan og stökkva! Vá, var einhver sem datt?
Og svo beygja. Og beygja, vá, og beygja. Og svo stökkpallurinn, annar, annar stökkpallur og stökkva!

Vá! Þarna er markið, hver er að verða fyrstur í mark, hraðar, hraðar, reyna að komast hraðar!
Og í mark! Við erum fyrst! Vei, við unnum! Jibbý! Húrra!