Una Torfa
Eina sem er eftir
[Verse 1]
Endalaus nóttin
Myrkrið, ég og þú
Þegar þú spurðir mig
Hvað klukkan væri
Vildi ég segja „þú“
[Pre-Chorus]
Það er svarið við öllum spurningum
Helst þegar það á ekki við
[Chorus]
Bráðum mun ég hvorki
Kunna á básúnu né að hjóla
Það eina sem er eftir er að elska þig
Það kemst ekkert fyrir
Inni í hausnum á mér núna
Það eina sem er eftir er að elska þig
[Verse 2]
Sundurlaus samtöl
Sólarupprásin
Þú segist elska hausinn á mér
Vissirðu að hann er þinn?
[Pre-Chorus]
Hann er fullur af þér og endalausum
Leiðum sem að liggja til þín
[Chorus]
Bráðum mun ég hvorki
Kunna á básúnu né að hjóla
Það eina sem er eftir er að elska þig
Það kemst ekkert fyrir
Inni í hausnum á mér núna
Það eina sem er eftir er að elska þig
[Bridge]
Viltu leyfa mér að
Elska þig eins og þú ert?
Því ég veit það er
Það besta sem ég hef gert
Viltu leyfa mér að
Gefa þér allt sem ég á og er?
[Chorus]
Bráðum mun ég hvorki
Kunna að semja lög né syngja
Það eina sem er eftir er að elska þig
Það kemst ekkert fyrir
Inni í hausnum á mér núna
Það eina sem er eftir er að elska þig
[Chorus]
Bráðum mun ég hvorki
Kunna á básúnu né að hjóla
Það eina sem er eftir er að elska þig
Það kemst ekkert fyrir
Inni í hausnum á mér núna
Það eina sem er eftir er að elska þig
Það eina sem er eftir er að elska þig
Það eina sem er eftir er að elska þig