Una Torfa
Appelsínugult myrkur
[Verse 1]
Ég þori ekki alveg heim
Ekki strax
Ef að ég fer inn
Og loka á eftir mér er óvíst að
Nóttin haldi sínu striki
[Verse 2]
Vindinn gæti lægt
Það gæti stytt upp
Það gæti komið dagur
Ef ég fylgist ekki mjög vel með
Það gæti gerst á augnabliki
[Chorus]
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hverju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélegur dansari
En ágætis skemmtun
[Verse 3]
Veistu það ég sver
Ég er alveg viss
Rigning hefur aldrei áður
Fallið svona fallega
Hvenær lærði vatn að fljúga?
[Chorus]
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hverju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélegur dansari
En ágætis skemmtun
[Verse 4]
Ég ætla aldrei heim
Ég verð hér
Því ef ég fer mun nóttin hætta að
Vera svona heillandi
Það gæti gerst á augnabliki
[Chorus]
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hverju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélеgur dansari
En ágætis skemmtun
[Chorus]
Það er þung þögn og vindur
Appelsínugult myrkur
Í fimmta hvеrju spori sést ég
Dansa í pollum af ljósum
Baða út höndum og fótum
Ég er lélegur dansari
En ágætis skemmtun