Mel Tormé
Óskin um gleðileg jól
Friður ríkir, fellur jólasnjór
Flosmjúk drífa yfir grund
Bjölluhljómur og börn syngja´ í kór
Það bíður heimurinn um stund
Inni í hverju húsi loga kertin litaskær
Ljósadýrðin hefur völd
Jóla stjarna á himninum hlær
Því hátíð rennur upp í kvöld
Nú sérhvert barn það brosir stillt
Í björtum augum speglast jólaljósið milt
Og jólasveinki fer nú fljótt á stjá
Sem flesta krakkana hann langar til að sjá
Og á því verður heldur engin bið
Enn hún flýgur heims um ból
Óskin góða um gæfu og frið
Og um gleðileg jól