Bubbi Morthens
Frelsarans Slóð
[Verse 1]
Sýndu mér frelsið flögrandi af ást
Falið bakvið rimlana hvar sálirnar þjást
Og nöfnin sem hjartað hafði löngum gleymt
Haltu fast í drauminn sem þig hafði eitt sinn dreymt

[Chorus]
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint

[Verse 2]
Sýndu mér böðulinn sem blindan hefur reyrt
Og boðorðin tíu sem engu geta breytt
Hlustaðu á prestana sem bjóða blóðug svör
Brosandi bjóða þér móður jörð sem gröf

[Chorus]
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint

[Verse 3]
Sýndu mér mæðurnar sem misst hafa von
Hversu margar aldrei aftur fá að sjá sinn son
Sýndu mér blóðvelli hvar bleyður standa vörð
Um beinkrossa og frelsi, að friður ríki á jörð
[Chorus]
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint

[Verse 4]
Sýndu mér gjafirnar sem gefnar voru í trú
Að gæfan fylgi barninu, að byssan yrði brú
Sem síðan barnið gengi á, brátt færðu að sjá
Byssumann og jólatré, þú þarft ekki að hvá

[Chorus]
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint
Það fossar blóð í frelsarans slóð
En faðir það er vel meint