Hafdís Huld
Ljós
Ég á lítið ljós sem lýsir allra skærast
Hræðir myrkrið burt með brosi, blíðu og yl

Ég á lítið ljós sem er mér allra kærast
Gefur nýja von, með því að vera til

Ég þarf ekki sofna
Í vöku mig dreymir um
Gleði, gæfu og framtíðina
Ég þarf ekki að sofna
Í vöku mig dreymir um það
Sem koma skal

Ég á lítið ljós sem leyfir mér að heyra
Hamingjunnar hljóð, er hjalar mér við hlið

Ég á lítið ljós sem gefið hefur meira
En allt í heimi hér í hjarta finn ég frið

Ég þarf ekki sofna
Í vöku mig dreymir um
Gleði, gæfu og framtíðina
Ég þarf ekki að sofna
Í vöku mig dreymir um það
Sem koma skal
Darararæ, dara dara dara
Mmmmmm, dara dara dara

Ég þarf ekki sofna
Í vöku mig dreymir um
Gleði, gæfu og framtíðina
Ég þarf ekki að sofna
Í vöku mig dreymir um það
Sem koma skal

Ég á lítið ljós...
Ég á lítið ljós sem hjalar mér við hlið