Hafdís Huld
Bíum bíum bambaló
Bíum, bíum, bambaló
Bambaló og dillidillidó
Vini mínum vagga ég í ró
En úti bíður andlit á glugga
Þegar fjöllin fimbulhá
Fylla brjóst þitt heitri þrá
Leika skal ég langspil á;
Það mun þinn hugann hugga
Bíum, bíum, bambaló
Bambaló og dillidillidó
Vini mínum vagga ég í ró
En úti bíður andlit á glugga
Þegar veður geisa grimm
Grúfir yfir hríðin dimm
Kveiki ég á kertum fimm
Burtflæmi skammdegisskugga
Bíum, bíum, bambaló
Bambaló og dillidillidó
Vini mínum vagga ég í ró
En úti bíður andlit á glugga
Ef þér sultur sverfur að
Sauðakjöt ég hegg í spað
Fljótt svo standi full með það
Tunna hver, dallur og dugga
Bíum, bíum, bambaló
Bambaló og dillidillidó
Vini mínum vagga ég í ró
En úti bíður andlit á glugga
Ef þig langar eitthvert sinn
Ögn að smakka góðfiskinn
Fram ég sendi flotann minn:
Skínandi skútur og kugga
Bíum, bíum, bambaló
Bambaló og dillidillidó
Vini mínum vagga ég í ró
En úti bíður andlit á glugga
Hjá mér bæði hlíf og skjól
Hafa skaltu, ef illskufól
Flærðir með um foldarból
Læðast og launráð brugga
Bíum, bíum, bambaló
Bambaló og dillidillidó
Vini mínum vagga ég í ró
En úti bíður andlit á glugga