VÆB (ISL)
Sem Kóngur Ríkti Hann

Arídú-arídúradei
Arídú-arídáa
Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann
Eitt sumar á landinu bláa

Sögu við ætlum að segja í kvöld
Um sæfarann Jörund hinn knáa
Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann
Eitt sumar á landinu bláa

Arídú-arídúradei
Arídú-arídáa
Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann
Eitt sumar á landinu bláa

Í Danmörk fæddist og ólst hann upp
En engan hlaut hann þar frama
Sú kotungaþjóð með sín kúastóð
Og kokhljóð var honum til ama

Á kuggana marga hann munstraði sig
Og mörg urðu’ hans ævintýri
Hann kunni bráðum allt sem kunna þarf á:
Kompás, segl og stýri

Já, fjöldamargt vann hann til frægðar sér
En frægust varð Jörundar saga
Er hann komst á norðurslóð í kynni við þjóð
Sem þar kúrði með galtóma maga
Arídú-arídúradei
Arídú-arídáa
Sem kóngur ríkti hann meður sóma og sann
Eitt sumar á landinu bláa

Jöri! Jöri! Jöri! Jöri! Jöri!