Jónsi
Íllgresi
Þú sefur alveg til hádegis
Þú deyrð en lifnar við
Laufblöðin breyta um lit

Þú finnur til, ferð á fætur
Íklæddur regnkápu
Þú heldur út í skammdegið

Þú rífur úr hjartarætur
Sem þú treður á
Með hendur í vösum

Með nóg kominn
Í votu grasinu geng
Þangað til

Það skín á mig í gegnum trjágreinar
Lít upp og lifna við
Laufblöðin breyta um lit

Við finnum yl, festum rætur
Afklæðum og hjörtum
Við höldum út í góðan dag

Gróðursetjum og gefum líf
Og við springum út
Með hendur úr vösum
Í mold róta
Núna fjarlægjum við
Hugsum ljóta

Tíminn lagar allt, gefur líf
Kyndir upp bál
Logar sálar

Ekki lengur kalt, hef aftur líf
Lifnar mín sál
Heiminn mála