Úlfur Úlfur
Lupus Lupus
Úlfur úlfur, þau æpa úlfur úlfur
Því hann læðist um íklæddur sauðagæru á opnum túnum
Er nátta tekur, sálartetur skelfur
Þegar glittir í beittar tennur

Ég skapaði himinn og skapaði jörð
Ímynduð fjöll og jafn ímynduð höf
Skrifaði' í sex daga, tjillaði í sex daga
Á degi númer sjö -- féll niður klettana
En ég er ódauðlegur
Úlfurinn er mannæta, þó góður drengur
Uppeldið til fyrirmyndar, enginn sagði stopp
Þegar ég pakkaði lífinu' oní tösku, fór á brott
Að eltast við blauta drauma
En var blindur á rauðu auga
Ástfanginn kannski - fáviti kannski
Dísin tók um hjartað á mér og braut það
Ég er á vökunni
Lifandi ég sný mér við í gröfinni
Sinni mínum viðskiptum við djöfulinn
Og hvíli mig þegar að ég ríf af mér höfuðið

Úlfur úlfur, þau æpa úlfur úlfur
Því hann læðist um íklæddur sauðagæru á opnum túnum
Er nátta tekur, sálartetur skelfur
Þegar glittir í beittar tennur
Þegar veröldin sefur
Þegar borgin er mannlaus
Dansa ég á rósarbeðum
Og anda að mér ilm af syndaaflausn
Ég leyfi mér að sigla af leið
Og ég leyfi mér að lifa aðeins
Og ég leyfi mér missa vitið á gólfið
Og píunum að kyssa mein
Framtíðin er björt á meðan að
Ég á eld og brennistein
Og það er nóg af góðum nemum inn í stofunni
Sem að ritað niður allt sem að ég kenni þeim
Úlfurinn gerir það sem að hann vill
Fjandinn hafi skynsemi, reglur og lög
Skuggalega hræætan sem hugsar bara' um sig
Og restin má með glöðu geði grafa sér gröf

Úlfur úlfur, þau æpa úlfur úlfur
Því hann læðist um íklæddur sauðagæru á opnum túnum
Er nátta tekur, sálartetur skelfur
Þegar glittir í beittar tennur

Blóð drýpur úr skoltinu á mér
Næstu maður hann var of linur og meyr
Ég er svangur, ég vil éta þá sem sjást
Undir fullu tungli, varnarlausir, veikgeðja og nást
Úlfur úlfur, þau æpa úlfur úlfur
Því hann læðist um íklæddur sauðagæru á opnum tunglum
Er nátta tekur, sálartetur skelfur
Þegar glittir í beittar tennur